Aron Bjarnason kantmaður Sirius í Svíþjóð er líklega á heimleið en sænska félagið vill fá væna sumum fyrir hann.
Samkvæmt Dr. Football þá vill sænska félagið fá sléttar 15 milljónir fyrir Aron Bjarnason.
Samkvæmt heimildum 433.is hafa bæði Valur og Breiðablik lagt fram tilboð í Aron og vilja kaupa hann.
Aron hefur leikið fyrir bæði félög en hann lék síðast hér á landi sumarið 2020 með Val þegar liðið varð Íslandsmeistari.