fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Einkunnir Liverpool og Arsenal – Saliba fær níu

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. desember 2023 19:44

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool.

Arsenal kom í heimsókn og byrjaði leikinn mjög vel og eftir örfáar mínútur var staðan orðin 1-0 fyrir gestunum.

Varnarmaðurinn Gabriel skoraði þá eftir fjórar mínútur en hann skallaði þá aukaspyrnu Martin Odegaard í netið.

Það tók Liverpool ekki of langan tíma að jafna en Mohamed Salah skoraði frábært mark á 29. mínútu og staðan jöfn.

Bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið og þá sérstaklega Trent Alexander-Arnold í seinni hálfleik.

Trent komst einn gegn David Raya markmanni Arsenal en setti boltann í slá og mistókst að tryggja sigurinn.

Lokatölur 1-1 á Anfield og er Arsenal enn á toppnum með 40 stig og er Liverpool sæti neðar með 39.

Hér má sjá einkunnir kvöldsins.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (8), Konate (7), Van Dijk (8), Tsimikas (6), Endo (7), Szoboszlai (7), Jones (6), Salah (8), Gakpo (7), Diaz (6)

Varamenn: Gomez (7), Nunez (6), Elliott (6), Gravenberch (6)

Arsenal: Raya (7); White (6), Saliba (9), Gabriel (8), Zinchenko (5); Rice (8), Odegaard (7), Havertz (6); Saka (7), Jesus (7), Martinelli (6)

Varamenn: Trossard (6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur