fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Grátbað um að fara til Liverpool en sætti sig á endanum við Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 24. desember 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti upp furðu margra þegar Michael Owen gekk í raðir Manchester United frá Newcastle árið 2009. Hann vildi þó snúa aftur til Liverpool.

Owen er uppalinn hjá Liverpool og spilaði þar þar til hann fór til Real Madrid 2004. Eftir það fór hann aftur til Englands og gekk í raðir Newcastle en þaðan fór hann á frjálsri sölu til erkifjenda Liverpool í United.

„Eitt og eitt fífl gagnrýnir mig enn fyrir að fara til Manchester United. Það gerist samt ekki oft,“ sagði Owen í viðtali nýlega.

Sjálfur vildi hann nefnilega ólmur fara aftur til Liverpool.

„Ég held að allir sem ég ræði við um þetta í tvær mínútur skilji ákvörðun mína. Ég hefði gengið aftur til Liverpool frá Newcastle. Ég hringdi í Steven Gerrard og Jamie Carragher, sagði þeim að segja Rafa Benitez að ég væri á lausu.“

Allt kom þó fyrir ekki og Owen gekk í raðir United, þar sem hann vann Englandsmeistaratitilinn 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“