fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Kári Árna um stöðu mála – „Ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma hjá þeim“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, segir að þeir þrír leikmenn sem félagið samdi við í dag hafi allir verið efstir á blaði í sínum stöðum.

Þeir Valdimar Þór Ingimundarson, markvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjarnarson og Jón Guðni Fjólusson skrifuðu allir undir í Víkinni í dag. Valdimar kemur frá Sogndal í Noregi og Jón Guðni Hammarby í Svíþjóð, en Pálmi kemur frá Wolves þar sem hann lék með varaliðinu.

„Við vorum búnir að negla hvaða leikmenn við vildum fá og þetta voru allt menn sem voru númer eitt á þeim lista. Þetta er búinn að vera svolítill aðdragandi en um leið og boltinn fór að rúlla gekk þetta hratt fyrir sig,“ segir Kári við 433.is.

video
play-sharp-fill

Með því að fá inn þessa leikmenn eykst breiddin hjá Víkingum mikið. Vonast menn til að það hjálpi liðinu í Evrópukeppni á næsta ári.

„Það er okkar metnaður að komast eins langt og við getum þar og það er ákveðið keppikefli fyrir íslensk félög fjárhagslega að ná árangri þar.“

Arna Gunnlaugsson hefur verið sterklega orðaðir frá Víkingi og við Norrköping í Svíþjóð undanfarið en Kári segir ekkert nýtt að frétta í þeim efnum.

„Það er í raun ekkert nýtt. Þetta er búið að vera rosalega langt ferli og ég skil ekki alveg hvað tekur svona langan tíma hjá þeim. Þeir fengu leyfi til að tala við hann en síðan hefur ekkert heyrst né spurst.

Við erum búnir að reyna að tryggja ákveðna samfellu hér í Víkinni þannig það á sem minnst að breytast þegar Arnar fer. Ég segi þegar því hann er það heitur að hann mun örugglega fara á endanum. Við verðum að sjá til þess að liðið veikist ekki við það.“

Sölvi Geir Ottesen er aðstoðarþjálfari Víkings. Er hann líklegastur til að taka við ef Arnar fer?

„Hann er náttúrulega langlíklegasti kandídatinn í það,“ segir Kári.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture