fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Mourinho og Roma sektuð um háa upphæð eftir ummæli Portúgalans – Þetta sagði hann fyrir leik

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho og Roma hafa verið sektuð um 40 þúsund evrur vegna ummæla Portúgalans sem hann lét falla fyrir tveimur vikum.

Mourinho tjáði sig fyrir leikg egn Sassuolo í Serie A en hans menn unnu þá viðureign, 2-1.

Mourinho var þó ekki ánægður er hann heyrði af því að Matteo Marcenaro myndi dæma viðureignina og var ansi harðorður fyrir upphafsflautið.

,,Ég hef áhyggjur af þessum dómara, við höfum fengið hann þrisvar sinnum þar sem hann er fjórðii dómari og hann er ekki tilbúinn andlega í svona leik,“ sagði Mourinho um Marcenaro.

,,Ég hef skoðað hans feril og ég er ekki rólegur, ég hef líka áhyggjur af þeim sem mun sjá um VAR, við höfum aldrei verið heppnir með þennan mann við stjórnvölin.“

Mourinho var sektaður um 20 þúsund evrur og Roma 20 þúsund en hann sleppur við hliðarlínubann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta