fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Telur meira á bak við ferð Arons Einars en fólk gerir sér grein fyrir – „Ég held þeir séu að skoða það“

433
Föstudaginn 15. desember 2023 20:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fór undir hnífinn á dögunum en hann sagði í samtali við 433.is að í aðgerðinni hafi verið slípað örlítið af hælbeininu. Hann stefnir á að vera klár í byrjun nýs árs.

Aron hefur ekkert spilað með liði sínu í Katar, Al-Arabi, undanfarna mánuði og er talið að hann fari annað á láni í janúar. Talað hefur verið um lán til annars liðs í landinu.

Hrafnkell er hins vegar ekki eins viss og bendir á dvöl Arons hjá danska Íslendingafélaginu Lyngby fyrr í vetur þar sem Aron æfði.

„Ég held þetta sé flóknara dæmi þarna í Katar en menn halda,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

„Hann var ekki hjá Lyngby um daginn bara til að æfa. Ég held þeir séu að skoða það að taka hann.“

Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“
Hide picture