fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Streymisveitu fyrirtæki í þrot eftir að stjórnarformaður var ákærður fyrir fjárdrátt

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. desember 2023 20:30

Fyrirtækið sérhæfði sig í streymi myndbanda og hljóðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Streaming Media, sem sérhæfði sig í að selja og þjónusta búnað og kerfi fyrir til að streyma myndböndum og hljóði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Stjórnarformaðurinn hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt.

Að því sem DV kemst næst var Streaming Media stofnað árið 2013 og var til húsa að Dalvegi 16B í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu þess var fyrirtækið tengt rafbúnaðarþjónustunni Feris sem var til húsa á sama stað.

Segir að meginhlutverk fyrirtækisins hafi verið að útvega og selja réttindarvarið sjónvarpsefni fyrir hótel, veitingastaði og önnur fyrirtæki. Streaming Media hafi verið með umboðssamning við BBC Worldwide og fleiri aðila.

Fyrirtækið seldi einnig og þjónustaði búnað til að streyma mynd og hljóðefni, það er af gerðinni Hibox, og leigði einnig IPTV sjónvarpskerfi.

Árið 2017 var heimasíðu Streaming Media lokað og ári seinna heimasíðu Feris.

Hafi tekið út 640 þúsund í reiðufé

Í Lögbirtingablaðinu er greint frá því að Streaming Media, nú til heimilis að Tjarnarbakka 6 í Reykjanesbæ, hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. desember síðastliðinn. Skiptafundur verður haldinn 21. febrúar næstkomandi.

Sjá einnig:

Ákærður fyrir að taka 640.000 krónur út af reikningi fyrirtækisins

DV greindi frá því 2. janúar á þessu ári að stjórnarformaður og einn af eigendum Streaming Media hefði verið ákærður fyrir fjárdrátt. Var hann kallaður fyrir dóm þar sem ekki hafði tekist að birta honum ákæruna.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri og var prókúruhafi félagsins, var sakaður um að hafa tekið 640 þúsund krónur í reiðufé út af reikningi félagsins þann 4. desember árið 2018 og nýtt í eigin þágu. Fjárdráttur af þessu tagi getur varðað allt að 6 ára fangelsi samkvæmt hegningarlögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“