fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Fundaði þrisvar með Aroni í fyrra – „Held að hann hafi séð í sumar að það hafi eitthvað verið til í því sem ég sagði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:30

Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson gekk í síðasta mánuði í raðir Aftureldingar í Lengjudeildinni eftir að hafa rift samningi sínum við Fram. Magnús Már Einarsson, þjálfari liðsins, segir að hann hafi lengi verið að eltast við miðjumanninn.

Hinn 29 ára gamli Aron hafði verið í eitt tímabil hjá Fram í Bestu deildinni en hann hefur einnig leikið með Grindavík og Haukum.

„Ég tók þrjá fundi með honum í fyrra. Hann á tengingar í Mosfellsbæinn, tengdafjölskyldan hans býr þar. Hann var nálægt þessu í fyrra en endaði í Fram þá. Svo rifti hann samningnum við Fram í haust og þá þýddi ekkert annað en að gera aðra tilraun. Ég þurfti ekki eins marga fundi í ár til að sannfæra hann. Ég held að hann hafi séð í sumar að það hafi eitthvað verið til í því sem ég sagði á fundunum í fyrra,“ segir Magnús í hlaðvarpsviðtali við 433.is.

„Það er jákvætt að menn sjái hvað við erum að gera og vilji koma og taka þátt í því með okkur.“

Magnús talar afar vel um Aron sem leikmann.

„Hann er frábær leikmaður. Við erum búnir að hafa augastað á honum lengi og teljum að hann henti mjög vel inn í okkar leikstíl. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa fengið hann til okkar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur