fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu

Fókus
Sunnudaginn 3. desember 2023 11:40

Meghan og Harry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Endataflið (e. Endgame) eftir blaðamanninn Omid Scobie hefur vakið mikil umtal og hneykslan í Bretlandi og nú er talið að hún gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hertogahjónin Harry og Meghan. Bókin þykir mála konungsfjölskylduna í afar neikvæðu ljósi en stærsta hneykslið var það að í hollenskri útgáfu bókarinnar voru Karl Bretakonungur og Katrín prinsessa nafngreind sem fjölskyldumeðlimirnir sem höfðu áhyggjur af húðlit ófædds sonar hertogahjónanna.

Þrátt fyrir að hertogahjónin hafi ekki tjáð sig um málið og reynt þannig að fjarlægjast það með öllum ráðum þá tengjast þau Scobie nánum böndum. Blaðamaðurinn umdeildi hefur sérhæft sig í málefnum fjölskyldunnar en hann vakti mikla athygli árið 2020 þegar hann gaf út bókina Finding Freedom sem fjallaði um Harry og Meghan. Hertogahjónin þverneituðu í fyrstu að hafa haft nokkuð að gera með þá útgáfu, en þurftu síðar að biðjast opinberlega afsökunar, þegar aðkoma þeirra var afhjúpuð.

Sjá einnig: Konunglegur rasisti óvart afhjúpaður í hollenskri útgáfu bókar um bresku konungsfjölskylduna

Scobie hefur verið kallaður munnpípa Meghan og því verið haldið fram að hertogaynjan beri ábyrgð á mörgu því sem lekið hefur verið í blaðamanninn. Scobie sjálfur hefur vísað þessu á bug og lýst því yfir að hann sé ekki vinur Meghan en ljóst er að konungsfjölskyldan er á annarri skoðun.

Breskir miðlar greina frá því að Vilhjálmur Bretaprins sé ævareiður yfir því að að faðir hans og eiginkona hafi verið nafngreind með áðurnefndum hætti og krefjist aðgerða. Hefur verið boðað til fundar hans og Bretakonungs í næstu viku þar sem málin verða rædd ásamt starfsfólki Buckinghamhallar og aðstoðarfólki prinsins. Er ekki útilokað að blásið verði til lögsóknar vegna efnis bókarinnar.

Þá hefur verið greint frá því að bókin gæti verið kornið sem fyllir mælinn í samskiptum bræðranna. Samband þeirra hefur verið erfitt lengi en nú sé Vilhjálmur kominn með nóg og muni aldrei fyrirgefa Harry það sem gengið hefur á.

Sjá einnig: Konungsfjölskyldan komin með nóg af hertogahjónunum og Vilhjálmur muni aldrei treysta eða fyrirgefa Harry

Þá hefur þingmaður breska Íhaldsflokksins, Bob Seely, boðað það að hann hyggist leggja fram frumvarp þess efnis að Harry og Meghan verði svipt titlum sínum.

Eitt mesta áfallið fyrir Harry sérstaklega er þó ákvörðun hertogans af Westminister, Hugh Grosvenor, að bjóða Harry ekki til brúðkaups síns. Hugh hefur verið náinn vinur Harrys, sem og Vilhjálms bróður hans, alla tíð og er meðal annars guðfaðir Archie sonar hans. Það er því Harry mikið áfall að vera settur út í kuldann af þessum æskuvini sínum en allar líkur eru á því að Vilhjálmur prins verða svaramaður hertogans í brúðkaupinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik