fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Segir að það hafi verið slæm mistök að ráða Rooney til starfa – ,,Svo mikill óþarfi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. desember 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birmingham gerði stór mistök fyrr á tímabilinu með því að reka Jon Eustace úr starfi og fá inn goðsögnina Wayne Rooney sem gerði garðinn frægan með Manchester United.

Þetta segir sparkspekingurinn Don Goodman sem starfar fyrir Sky Sports en það kom mörgum á óvart er Rooney var ráðinn inn hjá Birmingham.

Liðið sat í sjötta sæti deildarinnar undir stjórn Eustace en þrátt fyrir það var hann rekinn og hefur gengið alls ekki batnað til þessa.

Rooney hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum sem stjóri Birmingham og má svo sannarlega setja spurningamerki við ráðninguna og þá aðallega á þessum tímapunkti.

,,Tímasetningin gæti ekki verið verri. Þú ert að ráða inn nýjan stjóra fyrir leik gegn Middlesbrough á útivelli, Hull á heimavelli, Southampton á útivelli og svo leiki við Ipswich og Sunderland,“ sagði Goodman.

,,Ég skil ekki hvað þeir eru að hugsa, ef Jon hefði náð í sömu úrslit sem er mögulegt miðað við andstæðinginn, þeir hefðu þakkað honum fyrir vel unnin störf og leitað annað.“

,,Þeir ákváðu að Wayne væri maðurinn og að þeir þyrftu að fá hann inn um leið. Birmingham var í sjötta sæti þegar Wayne tók við og pressan var til staðar um leið.“

,,Þetta var svo mikill óþarfi, ég í raun vorkenni Wayne því hann fær þessa byrjun og stuðningsmenn búast við miklu. Þú þarft að ná í úrslit þegar þú tekur við nýju félagi og það hefur ekki gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur