fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Stjörnuparið gerði með sér mjög athyglisverðan samning – Hann mátti halda framhjá en það voru þrjú skilyrði

433
Föstudaginn 1. desember 2023 09:32

Mynd: iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í vikunni er Bruna Biancardi búin að sparka kærasta sínum, knattspyrnumanninum Neymar, fyrir hegðun hans undanfarið.

Neymar bað OnlyFans stjörnu um nektarmyndir og birti sú skjáskot nýlega af þeim samskiptum. Neymar heldur því að vísu fram að skilaboðin séu nokkurra ára gömul.

Þá sást Neymar með tveimur stelpum í gleðskap fyrir það og var Biancardi allt annað en sátt. Hún gaf honum þó séns en hefur nú sparkað honum.

Neymar og Bruna Biancardi.

Í tilefni að fréttum vikunnar tók The Sun saman fjölda atvika úr lífi Neymar utan vallar. Þar er meðal annars fjallað um samning á milli Neymar og Biancardi sem leyfði framhjáhald upp að vissu marki.

Samkvæmt samningnum mátti Neymar daðra við aðrar konur og jafnvel sofa hjá þeim. Það voru þó þrjú skilyrði.

Þau voru að Neymar þyrfti að hafa hljótt um sig til að forðast umfjöllun, vera með smokk og að hann mætti ekki kyssa konurnar á munninn.

Það er spurning hvort Neymar hafi brotið samninginn en Biancardi er allavega búin að sparka honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild