fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433

Hörmungar tölfræði undir stjórn Ten Hag – Það versta frá árinu 1962

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 19:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur fengið á sig 33 mörk í fyrstu 20 leikjum tímabilsins, er þetta versta tölfræði liðsins frá árinu 1962.

Ljóst er að varnarleikur liðsins er hripleikur en liðið fékk á sig þrjú mörk í 3-3 jafntefli gegn Galatasaray í kvöld.

United var í tvígang með tveggja marka forskot á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeild í Evrópu í kvöld. Liðinu tókst að missa það niður en Andre Onana var í gjafastuði í marki liðsins.

Alejandro Garnacho kom United yfir með laglegu marki og Bruno Fernandes bætti svo við öðru markinu og United í frábæri stöðu.

Á 29 mínútu braut Bruno heimskulega af sér fyrir utan teig. Hakim Zieych tók aukaspyrnu sem Andre Onana tókst ekki að verja en hann hefði átt að gera.

Í upphafi síðari hálfleiks var komið að Scott McTominay að koma United í 1-3 og staðan vænleg fyrir gestina.

Aftur braut Bruno af sér fyrir utan teig og laflaus aukaspyrna Zieych fór í netið en Onana varði boltann inn í markið. Kerem Akturkoglu jafnaði svo fyrir gestina á 71 mínútu og staðan orðin 3-3.

Bæði lið fengu haug af færum eftir þetta en tókst ekki að skora og 3-3 því niðurstaðan. Galatasaray er með fimm stig í riðlinum en United er á botninum með fjögur stig líkt og FCK. FCK mætir Bayern í kvöld.

United þarf að vinna Bayern í síðustu umferð og treysta á jafntefli í leik Galatasaray og FCK til að komast áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn