fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Ísland fékk besta mögulega drátttinn – Fá Ísrael í undanúrslitum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að draga í umspilið fyrir laus sæti á Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Íslenska liðið var í pottinum og fær áhugaverðan möguleika til að koma sér inn á mótið.

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum í Þjóðadeildinni og í úrslitum mætir liðið svo Úkraínu eða Bosníu í úrslitum komist liðið áfram.

Ísland hefði getað endað í A-riðli í umspilinu en Finnar fá það verkefni og mæta Wales.

Umspilið fer fram í mars á næsta ári en vinni Ísland sigur á Ísrael fær liðið útileik gegn Úkraínu eða Bosníu. Hefði Ísland fengið heimaleik hefði liðið líklega spilað í Malmö enda hafa stjórnvöld hér á landi ekki viljað gera neitt fyrir Laugardalsvöll í mörg ár.

Bæði Úkraína og Ísrael hafa spilað á hlutlausum velli undanfarna mánuði enda er slæmt ástand í báðum löndum.

Ísland fékk sæti í umspilinu eftir ágætan árangur í Þjóðadeildinni þar sem Arnar Þór Viðarsson fór taplaus í gegnum fjóra leiki með liðið. Hann var rekinn úr starfinu í vor og Age Hareide tók við, hann fær það verkefni að koma liðinu inn á Evrópumótið.

Ísland fór árið 2020 í umspil um laust sæti á EM en datt út í úrslitaleik gegn Ungverjalandi á virkilega svekkjandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029