fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Sérfræðingurinn segir að þetta séu skýr merki þess að kona hafi engan áhuga á þér

Fókus
Mánudaginn 20. nóvember 2023 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að stunda stefnumót. Fara þarf eftir ýmsum skráðum og óskráðum reglum, stefnumótaforrit gera þetta aðeins of yfirboðakennt allt saman og fólk þarf helst meira próf í markaðsfræðum til að gera sjálft sig að söluvænum maka. Auglýsingaskilti sem þurfa að grípa áhuga vonbiðla á fáeinum sekúndum. Fólk þarf að gæta sín á úlfum í sauðgærum, duldum viðskiptaboðum, fölskum forsendum og svo framvegis og framvegis.

Að auki er gott að hafa minnst bakkalárgráðu í sál- og mannfræði til að lesa á milli línanna í samskiptum til að. átta sig á því hvort að rómantískur áhugi sé gagnkvæmur.

Þetta er orðið svo flókið að sumir hafa siglt í ástarkulnun.

Sambandsráðgjafinn Sarah Lauren ákvað að auðvelda fólki lífið með því að afhjúpa algeng merki þess að hinn aðilinn hafi hreinlega engan áhuga.

Til dæmis ef viðkomandi forðist að hitta þig í einrúmi: „Ef hún segist ekki vilja gera eitthvað bara með þér, þá er verið að vísa þér inn á vinasvæðið.“

Annað merki er svarið „upptekinn“ eða með öðrum orðum þegar þú hefur lagt til stefnumót en færð svarið að það sé bara hreinlega brjálað að gera hjá hinum aðilanum að sá hafi engan tíma – þá er í raun verið að segja við þig – nei takk, hef ekki áhuga.

Hafi þetta merki farið framhjá þér þá bætir Sarah við að þegar hinn aðilinn hefur ítrekað farið undan í flæmingi þegar kemur að því að negla niður dagsetningu á stefnumót, þá er það líklega sökum þess að viðkomandi langar frekar að horfa á Alþingisrásina á milli útsendinga en að verja tíma með þér.

Sarah nefnir að ef hinn aðilinn er kona, og hún svarar þér ekki tímalega, eða bregðast við skilaboðum með álíka skjótum hætti og þú – þá hefur hún ekki mikinn, eða jafnvel engan, áhuga.

Að lokum bendir hún á tvennt. Ef kona leggur til að þú „farir heim með einhverri annarri“ eða ef hún er stöðugt að stofna til ágreinings yfir einhverjum smáatriðum sem engu máli skipta, þá hefur hún ekki áhuga.

Konur í athugasemdakerfinu voru fljótar að taka undir með Sarah og bentu karlmönnum á að þetta sé ekki flókið. Konur feli það ekkert vel þegar þær séu áhugalitlar eða -lausar. Ólíkt því sem karlmenn haldi þá séu flestar konur ekkert að stunda það að láta ganga á eftir sér. Ef þær sýna lítinn eða engan áhuga, ættu karlmenn að trúa þeim, frekar en að túlka þetta sem skilaboð um að leggja enn harðar að sér.

@sarahlauren71 big sister advice here #fyp ♬ original sound – Sarah Lauren

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við