Það eru góðar líkur á að Luka Modric muni enda feril sinn í Sádi Arabíu en hann er í dag 38 ára gamall.
Þetta hefur umboðsmaður Modric, Borja Couce, staðfest en Modric var eftirsóttur í sumar.
Peningarnir í Sádi eru gríðarlegir og er mjög líklegt að Króatinn endi þar á næsta ári eftir að tímabilinu á Spáni lýkur.
Eins og flestir vita leikur Modric með Real Madrid en hefur aðeins byrjað sex leiki á leiktíðinni og er ósáttur með fá tækifæri.
,,Lið frá Sádi? Í sumar voru félög sem sýndu Modric áhuga og vildu semja við hann. Hann fékk nokkur tilboð,“ sagði Couce.
,,Modric hugsar í dag um Real Madrid en er opinn fyrir hugmyndinni að færa sig til Sádi ef tilboðið er nógu freistandi.“