Chelsea hefur fengið frábærar fréttir en varnarmaðurinn öflugi Wesley Fofana er byrjaður að sparka aftur í bolta.
Fofana er 22 ára gamall en hann fór í aðgerð í sumar eftir að hafa slitið krossband.
Fofana er ekki byrjaður að æfa með aðalliðinu ennþá en möguleiki er á að það gerist fyrir lok árs.
Búist er við að Fofana geti spilað eitthvað á þessu tímabili sem væru gleðifréttir fyrir Chelsea.
Hann kostaði 75 milljónir punda frá Leicester árið 2022 en hefur nú í tvígang meiðst alvarlega.