fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Fjallið og áthrifavaldar hesthúsa hamborgurum eins og enginn sé morgundagurinn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinna bandaríska parsins Randy Santel og Katina DeJarnett er heldur óvenjuleg, en þau eru atvinnumenn í áti og ferðast um heiminn í leit að mataráskorunum á veitingastöðum, til að mynda þar sem í boði er að klára eitthvað ákveðið magn af mat fyrir tilsettan tíma.

Parið kom hingað til lands í byrjun júlí.

Sjá einnig: Atvinnupar í áti leitar að áskorunum á Íslandi

Á meðal þess sem þau tóku sér fyrir hendur var áskorun sem 2Guys stóð fyrir í Reykjavík. Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, tókst á við áskorunina með parinu um að borða sex mismunandi hamborgara af matseðli 2Guys. Höfðu þau 45 mínútur til að klára matinn, en hamborgararnir vógu samtals um 2 kíló per mann og voru þeir bornir fram með 500 grömmum af „Dirty Fries“ hlaðinni ostasósu auk beikonbita.

„Við vorum hvort um sig að reyna að vinna okkar 90 dala íslenska ostborgaramáltíðir ókeypis ásamt sætum stuttermabolum og stað á frægðarvegg 2Guys (e. Wall of Fame),“ segir parið. „Miklar þakkir til Hjalta eiganda og allra hjá 2Guys í miðbæ Reykjavíkur fyrir frábæran mat, drykki, bjór og gestrisni!! Sérstakar þakkir líka til allra frábæru vina okkar sem komu á þriðjudagseftirmiðdegi til að horfa á og hitta okkur!! Við þökkum öllum í Reykjavík og á eyjunni Íslandi sem horfa á myndböndin og styðja allt okkar erfiði!! Næstu myndbönd munu innihalda belgískar veitingaáskoranir um allt hið frábæra land Belgíu og ég vona að þið njótið þeirra öll!!“

Randy er með tæplega 1,7 milljónir fylgjenda á YouTube-síðu sinni en Katina tæplega 700 þúsund. Má því með sanni segja að Randy og Katina séu sannkallaðar „áthrifavaldar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala