Þónokkrir stuðningsmenn Tottenham hafa ekki tekið vel í nýjustu ummæli framherjans Harry Kane sem lék lengi með liðinu.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham en ákvað að skrifa undir hjá Bayern Munchen í sumarglugganum.
Kane er gríðarlega ánægður með lífið í Þýskalandi og talar um að hann hafi sjaldan séð jafn ástríðufulla stuðningsmenn á sinni ævi.
Einhverjir vilja meina að um skot á stuðningsmenn Tottenham sé að ræða en Kane fékk frábærar móttökur í sínum fyrsta leik fyrir Bayern.
,,Það var stórkostlegt að spila minn fyrsta leik hérna, andrúmsloftið á vellinum var sérstakt, ég áttaði mig fljótt á því að það var ekki eitthvað einsdæmi. Ég hef sjaldan séð jafn ástríðufulla aðdáendur og í Þýskalandi,“ sagði Kane.
,,Ég beið eftir því að fá að koma inná, ég heyrði í trommunum og sá alla borðana og fánana. Ég fékk gæsahúð. Menningin hér í Þýskalandi, ég var undrandi alveg frá byrjun.“