Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi var gestur í Íþróttavikunni um helgina. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnumaður fór víða yfir sviðið.
Rætt var um stöðu Arons Einars Gunnarssonar í landsliðinu, fyrirliði liðsins hefur ekki spilað með félagsliði síðan í apríl.
Þrátt fyrir það er Aron Einar í landsliðshópnum og hefur það vakið athygli en Aron hefur verið frábær þjónn fyrir landsliðið um langt skeið.
„Hann þarf að finna sér lið strax í Katar og spila leiki fyrir þetta umspil í mars. Annars er bara að koma heim og fara í Þór, ég er Þórsari í aðra ættina og mæli með því,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson um stöðu mála.
Kári Árnason sem lék lengi með Aroni í landsliðinu segir að það sé líklega pirrandi fyrir yngri leikmenn að sjá Aron Einar á undan þeim í röðinni.
„Ég held að það geti verið frústrerandi fyrir þessa yngri leikmenn sem vilja vera í liðinu, þetta eru skilaboð frá Age Hareide að Aron spili þessa leiki í mars og þeir verða að venjast því að hann segi þeim fyrir verkum,“ segir Kári.
Umræða um þetta er hér að ofan.