Reece James fyrirliði Chelsea heimsótti sjúkrahús í London í gær þar sem stuðningsmaður félagsins dvelur.
Þessi stuðningsmaður var mættur á leik Chelsea og Manchester City á síðasta sunnudag. Maðurinn fékk hjartaáfall í stúkunni.
Maðurinn var í reynd látinn í tæpar tuttugu mínútur þegar sjúkraliðar á vellinum komu honum aftur í gagn.
„Ég heimsótti sjúkrahúsið í kvöld þar sem ég hitti stuðningsmanninn sem fékk hjartaáfall á leiknum gegn City. Hann var látinn í tuttugu mínútur en það tókst að bjarga lífi hans,“ segir James.
„Hann er sterkur maður með ótrúlega fjölskyldu, ég er svo glaður að hann sé á batavegi. Lífið er óútreiknanlegt og við skulum muna að njóta þess.“