fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

Lögfræðingur lofaði Frosta Logasyni tugmilljónum króna – hlustaðu á upptökuna

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 19. febrúar 2016 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosta Logasyni, öðrum þáttastjórnenda Harmageddon á X-inu, var lofað tugmilljóna greiðslum frá lögfræðingi fyrir skemmstu. Athyglisvert símtal á milli Frosta og mannsins, Vincent Johnson, má heyra hér neðst í fréttinni.

„Ég hef beðið eftir upplýsingum frá þér lengi,“ sagði maðurinn sem kvaðst vera lögfræðingur að nafni Vincent Johnson, en upptakan var spiluð í Harmageddon í morgun. Tekið skal fram strax að þarna var líklega um svikahrapp að ræða í leit að skjótfengnum gróða í gegnum svokallað Nígeríusvindl.

Kostulegt samtalið milli Frosta og Vincent má heyra hér neðst en á Vincent heyrist að hann er ekkert allt of sáttur við seinagang Frosta í að senda nauðsynlegar upplýsingar. Vincent hafði lofað að millifæra á hann háar fjárhæðir vegna fjarskylds ættingja Frosta í Tógó sem fallið hafði frá. „Ég er búinn að senda þér upplýsingar á netfangið þitt,“ sagði Frosti, Vincent til ánægju.

Hann ítrekaði fyrir Frosta að hann mætti ekki segja neinum frá arfinum og greiðslunum sem senn myndu berast. Frosti sagði Vincent að hann væri honum þakklátur fyrir hugulsemina og aðstoðina við að leysa arfinn út. „Þú ert frábær lögfræðingur – Guð blessi þig.“

Eftir að samtali þeirra Frosta og Vincent lauk kom fram í þættinum að svindl líkt og þetta séu þekkt leið svikahrappa. Mennirnir senda ógrynni af tölvupóstum sem hugsanlega örfáir einstaklingar hafa fyrir að svara. „Maður þarf að passa sig. Ég gaf honum bara nafnið mitt og símanúmerið mitt hérna í vinnunni. Maður verður að passa sig í hverju skrefi,“ sagði Frosti en hlustendur Harmageddon geta fylgst með hvernig málin þróast á næstu dögum og vikum.

Hér má hlusta á upptöku úr Harmageddon frá því í gær en þar er Vincent kynntur til sögunnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áströlsk samfélagsmiðlastjarna fór í Bónus – „Í Ástralíu hefði þetta kostað um 8500 krónur“

Áströlsk samfélagsmiðlastjarna fór í Bónus – „Í Ástralíu hefði þetta kostað um 8500 krónur“
Fókus
Í gær

Jokka birtir erfitt samtal við konu – „Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig“

Jokka birtir erfitt samtal við konu – „Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst