Enska götublaðið The Sun bað gervigreind um að skoða það hvaða leikmenn Arsenal ætti að kaupa til að eiga betri möguleika til að vinna deildina.
Arsenal er í toppbaráttu en sérfræðingar telja að liðinu vanti eitthvað til að fara alla leið.
Gervigreindin leggur til að Arsenal reyni að kaupa Pervis Estupinan, vinstri bakvörð Brighton sem gæti styrkt liðið mikið.
Hún leggur til að Khephren Thuram miðjumaður Nice gæti hentað Arsenal vel og einnig Serhou Guirassy framherji Stuttgart
Gervigreindin leggur þessa þrjá til:
Pervis Estupinan, £30m
Khephren Thuram, £35m
Serhou Guirassy, £15m