fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Söngvari eins vinsælasta jólalags síðari tíma glímir við alvarleg veikindi

Fókus
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 15:30

Til hægri má sjá Shane á tónleikum í Belgíu árið 1989. Myndir: X/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Shane MacGowan hefur legið á gjörgæslu síðustu mánuði vegna heilabólgu af völdum veirusýkingar sem hann hefur barist við.

Shane, sem er 65 ára, er best þekktur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar The Pogues en sveitin gaf út eitt vinsælasta jólalag síðari tíma, Fairytale of New York, árið 1988. Shane fæddist á Englandi en foreldrar hans voru Írar.

Eiginkona Shane, Victoria Mary Clarke, birti myndir af eiginmanni sínum á samfélagsmiðlinum X í gær þar sem hún bað fylgjendur um að hafa hann í bænum sínum.

The Pogues nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar og hefur Shane spilað með þekktum tónlistarmönnum á borð við Nick Cave, Sinéad O‘Connor og Kirsty MacColl.

Shane greindist með sjúkdóminn seint á síðasta ári og hefur hann meira og minna verið á sjúkrahúsi síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld