fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fundu mjög vafasamar greiðslur frá Abramovich þegar hann átti Chelsea – Gætu kostað félagið stig í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Chelsea þurfa að óttast um það að stig verði tekin af félaginu vegna þess hvernig Roman Abramovich fjármagnaði hluti í félaginu.

Greiðslur sem bárust frá fyrirtækjum í eigu Roman bárust aðilum sem urðu svo strax tengdir Chelsea.

Þetta kemur fram í gögnum sem Guardian og fleiri fjölmiðlar fara nú yfir og greina frá.

Þannig bárust greiðslur til Federico Pastorello, umboðsmanns Antonio Conte árið 2017. Hann skrifaði undir samning við Conibair Holdings sem er fyrirtæki í eigu Abramovich í skattaskjóli.

Abramovich borgaði honum 10 milljónir punda. Sama dag greindi Chelsea frá því að Conte hefði skrifað undir hjá félaginu. Er þetta talið tengjast.

Leiston Holdings borgaði árið 2013 væna summu til Association des Jeunes Espoirs de Bobo sem er félag sem Bertrand Traore var hjá.

Sá samningur var gerður tveimur mánuðum eftir að Traore kom til Chelsea.

Aðrar greiðslur eru svo sagðar vafasamar og tengjast þær kaupum Chelsea á Samuel Eto´o og Willian. Eftir að Abramovich hafði greit aðila tengdum þeim þá komu þeir til Chelsea tveimur dögum síðar.

Abramovich þurfti að selja Chelsea þegar Rússland réðst inn í Úkraínu en allar eigur hans í London voru frystar og er Todd Boehly eigandi félagsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern