fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugsson segir það falsfrétt að hann sé í viðræðum í Svíþjóð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þvertekur fyrir það að hann eigi í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð. Fótbolti.net hélt slíku fram í gærkvöldi.

Arnar segir að hann færi aldrei í viðræður við neitt félag án þess að Víkingar væri meðvitaður um málið. Undir það tekur Kári Árnason í samtali við 433.is.

Hann sagði Víking ekki hafa fengið neina formlega beiðni um að fara í viðræður við Arnar.

„Ég hef heyrt af áhuga nokkurra liða í gegnum umboðsmenn en hef aldrei rætt við einn né neinn. Ég ber meiri virðingu fyrir mínu liði en svo að vera að standa í einhverju leynimakki,“ segir Arnar við Fótbolta.net í dag.

Arnar viðurkennir þó að áhugi sé á sér og það skal ekki koma neinum á óvart eftir magnaðan árangur hans með félagið. Arnar hefur þjálfað Víking í fimm ár og gert liðið í tvígang að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum hefur liðið orðið bikarmeistari.

Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir leikmenn Norrköping.

Ari Freyr Skúlason var leikmaður liðsins en ákvað að hætta í fótbolta nú þegar tímabilinu lauk. Norrköping endaði í níunda sæti sænsku deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern