Margir stuðningsmenn Chelsea benda á atvik sem átti sér stað á leik liðsins gegn Manchester City um helgina.
Um var að ræða stórkostlegan knattspyrnuleik en honum lauk með 4-4 jafntefli.
Chelsea jafnaði metin á 95. mínútu en Cole Palmer gerði markið af vítapunktinum í blálokin.
Þónokkrir vilja meina að miðjumaðurinn Mateo Kovacic hafi fagnað marki Palmer en hann er einmitt fyrrum leikmaður Chelsea.
Kovacic lék í dágóðan tíma fyrir Chelsea og var vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins en var seldur til Man City í sumar.
Atvikið má sjá hér.
Kovacic celebrated our equaliser… PROPER CHELS pic.twitter.com/VM8ueRBk1p
— Dubois (@CFCDUBois) November 13, 2023