fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Neituðu að verða að hans beiðni í sumar – ,,Hafði stór áhrif á mig og mína fjölskyldu“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 21:00

Joao Palhinha. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Palhinha, leikmaður Fulham, viðurkennir að hann hafi átt erfitt sumar en leikmaðurinn var nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen.

Bayern vildi mikið semja við þennan öfluga miðjumann en Fulham hafnaði öllum tilboðum þýska liðsins og varð Palhinha að lokum áfram á Englandi.

Palhinha virðist staðfesta það að hann hafi ekki óskað eftir því að vera áfram hjá Fulham og segir að ákvörðun félagsins hafi tekið á bæði fyrir hann og hans fjölskyldu.

,,Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni, augljóslega hafði þetta stór áhrif á mig og mína fjölskyldu en það tilheyrir fortíðinni,“ sagði Palhinha.

,,Ég vil ekki hugsa of mikið um þetta, þetta fyllir mig af stolti, þið vitið hvað gerðist. Það er ástæða á bakvið allt sem gerist í lífinu, þannig kýs ég að horfa á hlutina.“

,,Ég er 28 ára gamall og get komist á enn stærra svið og ég horfi á framtíðina með þann metnað í huga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok