Erik ten Hag stjóri Manchester United var ekki mættur í útför Sir Bobby Charlton sem fram fór í Manchester í gær. Vekur þetta furðu.
Félagið segir að Ten Hag hafi fengið leyfi til að fara til Hollands, hafi hann þurft að klára verkefni sem lengi hefðu setið á hakanum.
Ten Hag var því í heimalandinu í gær og var ekki í útför Charlton sem er einn merkasti leikmaður í sögu Manchester United.
„Mér er nákvæmlega sama um það sem Ten Hag segist hafa þurft að gera í Hollandi,“ segir Richard Keys fyrrum fréttamaður hjá Sky Sports.
Keys segir þetta til skammar en Glazer fjölskyldan sem á Manchester United mætti heldur ekki á svæðið og fá gagnrýni fyrir.
„Það átti bara aldrei að vera á borðinu að Ten Hag færi ekki í útför Charlton.“
„Þetta er til skammar, United væri ekki það félag sem það er í dag án Sir Bobby. Hvíldu í friði og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur.