fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segir að frammistaða Chelsea hafi verið blekkjandi – ,,Ég hafði ekki gaman að þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. nóvember 2023 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, varar stuðningsmenn Chelsea við því að frammistaða liðsins gegn Tottenham á mánudag sé blekkjandi.

Tottenham missti tvo leikmenn af velli í viðureigninni sem varð til þess að Chelsea vann þægilegan 4-1 sigur að lokum.

Leikurinn varð þó ekki þægilegur fyrr en undir lok leiks en Tottenham fékk sín færi þrátt fyrir að hafa spilað níu gegn 11 á sínum heimavelli.

Keane skemmti sér lítið er hann horfði á viðureignina og vill meina að Chelsea hafi ekki staðist væntingar í grannaslagnum.

,,Ég hafði í raun ekki gaman að þessu, það var alltof mikið í gangi. Tveir fengu rautt spjald og gæðin voru ekki mikil í þessum leik,“ sagði Keane.

,,Öll pressan var á Tottenham og þeir fengu hrós frá sínum stuðningsmönnum en Chelsea var í besta falli allt í lagi.“

,,Þegar tveir leikmenn eru reknir af velli þá eyðileggur það leikinn. Leikurinn var stöðvaður alltof oft en leikmenn Tottenham tóku mjög skrítnar ákvarðanir.“

,,Fyrstu 15 mínúturnar voru í lagi en eftir það var ég svekktur með Chelsea. Ég veit að þeir skoruðu seint í leiknum en þar til undir lokin átti Tottenham möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu