fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Traust til Seðlabankans hrynur – sjálfstæðismenn og VG skera sig úr

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. nóvember 2023 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þriðju þeirra sem taka afstöðu bera lítið traust til Seðlabankans. Traust til bankans hefur hrunið frá því í september 2021, en þá naut Seðlabankinn trausts nær 80 prósenta þeirra sem tóku afstöðu.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Maskína gerði í október. Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna Seðlabankann jafn trausti rúinn og nú en þá hafði bankinn ekki fyllilega náð vopnum sínum eftir bankahrunið hér á landi, en í desember 2008 báru einungis 10 prósent þjóðarinnar traust til Seðlabankans, enda voru seðlabankastjórarnir þrír látnir taka pokann sinn skömmu síðar.

Konur bera minna traust til Seðlabankans en karlar en traust til bankans eykst með vaxandi aldri. Engu að síður ber meirihluti svarenda í öllum aldurshópum lítið traust til bankans. Í aldurshópnum 18-29 ára bera 83 prósent þeirra sem taka afstöðu lítið traust til bankans og 71 prósent í aldurshópnum 30-39 ára. Þetta er þeir aldurshópar sem finna hvað mest fyrir gífurlegum vaxtahækkunum sem peningastefnunefnd bankans, undir forystu Ásgeirs Jónssonar, hefur staðið fyrir undanfarin tvö og hálft ár. Þetta er fólkið sem er að jafnaði með mikla skuldabyrði vegna húsnæðiskaupa

Þá eykst traust til Seðlabankans eftir því sem menntunarstig er hærra en engu að síður ber ríflegur meirihluti svarenda í öllum menntunarhópum lítið traust til bankans.

Traust til Seðlabankans eykst með hækkandi heimilistekjum en meirihluti svarenda í öllum tekjuhópum ber hins vegar lítið traust til bankans.

Athyglisvert er að 70 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem afstöðu taka, bera mikið traust til Seðlabankans. Sama gildir um 66 prósent kjósenda VG, Rétt rúmur helmingur kjósenda Framsóknarflokksins, sem afstöðu tekur, ber hins vegar lítið traust til bankans.

Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnarandstöðuflokkanna á þingi ber hins vegar lítið traust til Seðlabankans og nær 90 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Sósíalistaflokkinn bera lítið traust til bankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist