fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ríkharð kemur með afar athyglisverðan punkt í umræðuna um brotthvarf Vöndu – Gætu tíðindin breytt stöðu þessa manns?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita nú tilkynnti Vanda Sigurgeirsdóttir í byrjun vikunnar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku KSÍ þegar kjörtímabili hennar lýkur snemma næsta árs.

Þetta var rætt í Þungavigtinni og þar velti þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason upp hvort þetta breytti stöðu landsliðsþjálfarans Age Hareide að einhverju leyti.

Norðmaðurinn skrifaði undir samning við KSÍ út yfirstandandi undankeppni EM en Ísland er á leið í umspil um sæti á mótinu í gegnum Þjóðadeildina í vor og ef Strákarnir okkar komast á EM gildir samningur Hareide út mótið.

„Gæti orðið meiri pressa á honum þegar það kemur nýr aðili í brúnna? Vanda réð hann og hann talar um að hann muni sakna hennar og hafi kunnað vel við hana. Breytir þetta landslagi hans?“ spurði Ríkharð í Þungavigtinni.

Getty

Kristján Óli Sigurðsson telur að það breyti stöðu Hareide ekki að fá inn nýjan formann.

„Ég held að hann fái þetta umspil. Ég trúi ekki öðru. Það væri galið að fara að breyta eitthvað núna, sama hvernig leikirnir gegn Slóvakíu og Portúgal fara.“

Mikael Nikulásson tók til máls og benti á að komist Ísland ekki á EM í gegnum umspilið verði þessi undankeppni að teljast mikil vonbrigði.

„Nýr formaður og jafnvel einhverjir nýir í stjórn geta tekið stöðuna eftir umspilið ef við förum ekki á EM. Ef við tökum núll til eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum og komumst ekki á EM er þetta bara búin að vera ævintýralega slök undankeppni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“