Assane Diao, ungur leikmaður Real Betis, er á óskalista enskra stórliða að sögn spænska miðilsis Fichajes.
Diao er 18 ára gamall og spilar að upplagi á kantinum en hann getur einnig spilað sem fremsti maður.
Þrátt fyrir ungan aldur er Diao mikilvægur hlekkur í liði Betis og hefur hann skorað sex mörk það sem af er leiktíð.
Í kjölfarið eru stórlið farin að fylgjast með honum og eru Chelsea og Liverpool þar nefnd til sögunnar.
Samningur Diao rennur út 2027 og hann gæti því kostað sitt.