fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ungstirni æfði með United fyrir leik morgundagins – Vilja halda honum en samningurinn er að renna út

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mætir FC Kaupmannahöfn í mikilvægum leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Ungstirnið Omari Forson æfði með liðinu í dag og gæti komið við sögu á morgun.

Forson er 19 ára gamall leikmaður sem getur leyst stöðuarnar fremst á vellinum. Hann er mikið efni.

Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við United fyrir tveimur árum og spilaði til að mynda með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu í sumar.

Samningur kappans rennur hins vegar út við lok þessa tímabils en United vill klárlega hafa hann áfram hjá sér.

Að fá tækifæri með aðalliðinu ætti klárlega að hjálpa til við að sannfæra Forson um að vera áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum