fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Útskýrir umdeilda ákvörðun sína í gær sem nú er á allra vörum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn svakalegasti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa fór fram í gærkvöldi þegar Tottenham tók á móti Chelsea.

Chelsea vann að lokum 1-4 sigur en lið Tottenham var tveimur mönnum færri frá 55. mínútu þegar Destiny Udogie fékk sitt annað gula spjald. Í fyrri hálfleik hafði Cristian Romero fengið að fjúka út af.

Tottenham hélt leikmönnum Chelsea í skefjum í 20 mínútur, tveimur mönnum færri í stöðunni 1-1. Þá brast stíflan hins vegar og Nicolas Jackson kom Chelsea yfir, en hann gerði þrennu í leiknum.

Það vakti gríðarlega athygli þegar leið á leikinn að Tottenham breytti leikplani sínu ekki þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri. Spilaði liðið með varnarlínuna hátt uppi og bar það reyndar árangur í nokkur skipti í færasköpun.

Var liðið þó oft á tíðum galopið til baka en markvörðurinn Guglielmo Vicario varði nokkrum sinnum frábærlega.

„Þetta er bara það sem við erum. Við munum gera þetta eins lengi og ég er hérna,“ sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, um ákvörðun sína að breyta ekki um leikstíl eftir leik.

„Þó við séum með fimm leikmenn eftir á vellinum munum við alltaf sækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag