fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Býst við að Pétur fari og að Óli Kalli sé hættur – „Vestri þarf að taka upp veskið, það er ekkert flóknara en það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 22:30

Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis, er gestur í sjónvarpsþætti 433.is þessa vikuna. Ræddi hann til dæmis leikmannamál.

„Ég býst við að missa Pétur (Bjarnason) vestur,“ sagði Rúnar, aðspurður hvort hann búist við því að missa einhverja leikmenn frá því á síðasta tímabili.

Pétur kom til Fylkis frá Vestra í fyrra en er nú á heimleið. Framherjinn er þó samningsbundinn Fylki í tvö ár til viðbótar.

video
play-sharp-fill

„Hann er að flytja vestur og lítið sem er hægt að gera í því. Hann ákvað að taka töskuna með sér vestur og fjölskylduna.

Pétur gerði þriggja ára samning við okkur í fyrra og Vestri þarf bara að kaupa hann. Hann stóð sig vel og er búinn að fá góða reynslu í Bestu deildinni. Vestri þarf að taka upp veskið, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Rúnar.

Ólafur Karl Finsen © 365 ehf / Andri Marinó

Rúnar var einnig spurður út í Arnór Gauta Jónsson sem er að verða samningslaus.

„Arnór Gauti verður áfram. Það á bara eftir að skrifa undir það,“ sagði Rúnar um það.

Loks barst Ólafur Karl Finsen í tal en hann gekk í raðir Fylkis í fyrra. Býst Rúnar við að hann leggi skóna á hilluna.

„Ég reikna með að Óli Kalli hætti þessu bara. Ef hann vill koma aftur til okkar í febrúar er hann bara velkominn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
Hide picture