fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Carragher nefnir tvær ástæður fyrir því að Arsenal getur ekki orðið enskur meistari

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Arsenal þurfi að fá sér framherja og markmann til að geta unnið ensku úrvalsdeildina.

Arsenal ákvað að fá David Raya á láni frá Brentford í sumar til að henda Aaron Ramsdale á bekkinn. Raya er í markinu þessa dagana en er ekki sannfærandi.

„Það voru ekki mistök að fá inn mann fyrir Ramsdale því hann var aldrei að fara að vinna deildina fyrir þig,“ sagði Carragher.

„En að fá inn Raya sem er út um allt gætu hafi verið mistök.“

„Það var sterkt að fá inn Declan Rice en markvörðurinn hefur engu skilað, það er ekki sami taktur í sóknarleiknum en það snýst ekki bara um þá sem komu.“

„Raya gerir sömu mistök gegn Chelsea og Newcastle, hann var heppin gegn Sevilla að vera ekki refsað fyrir þau.“

„Raya er núna mikið vandamál fyrir Mikel Arteta.“

Carragher segir að varnarlega sé Arsenal betra lið í dag en sóknarleikurinn sé í molum.

„Þetta er eins og að horfa á allt annað lið,“ segir Carragher.

„Þeir eru betri varnarlega en þeir eru ekki að skapa jafn mikið af færum. Er Arsenal með framherja og markvörð til að vinna deildina? Ég held ekki, til að vinna deildina þurfa þessar stöður að vera í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Í gær

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd