fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

The Rock fær á baukinn fyrir að klikka á þessum smáatriðum í hrekkjavökubúningnum – „Ef ég á að vera hreinskilinn er þetta skelfilegt“

433
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson vakti mikla athygli fyrir búninginn sinn á Hrekkjavökunni í gær. Hann klæddi sig sem knattspyrnugoðsögnin David Beckham.

Johnson klæddi sig í Manchester United treyju og setti á sig hárkollu sem líktist hári Beckham er hann var upp á sitt besta.

Birti hann myndir af þessu og vakti um leið mikla athygli. Beckham setti meira að segja athugasemd undir færslu Johnson.

„Ég hélt að ég væri að horfa í spegil. Þú lítur vel út maður en gætir þurft stærri treyju,“ skrifaði Beckham.

Þó margir hafi hrósað Johnson fyrir búningavalið voru þó nokkrir smámunasamir netverjar sem settu út á hann.

Gagnrýnin sneri aðallega að því að Johnson klæddist núverandi treyju United en ekki þeirri sem Beckham klæddist á sínum tíma. Þá var sett út á að Adidas merkið vantaði á treyjuna.

„Ef ég á að vera hreinskilinn er þetta skelfilegt,“ skrifaði einn netverjinn.

„Þetta er ekki alvöru treyja og hárið er frá því Beckham var hjá Real Madrid,“ skrifaði annar gagnrýninn notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“