fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Stríðið hélt áfram á samfélagsmiðlum eftir leik – Sjáðu færsluna sem Doku birti til að nudda salti í sárið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Jeremy Doku og Antony tókust harkalega á í sigri Manchester City á Manchester United í nágrannaslag gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

City vann leikinn þægilega 0-3 en mönnum var heitt í hamsi þegar leið á. Leikmenn United voru eðlilega pirraðir á stöðunni.

Antony og Doku virtust sérstaklega pirraðir út í hvorn annan og þurfti að stía þeim í sundur.

Stríðið hélt áfram á samfélagsmiðlum eftir leik. Doku birti mynd af átökum þeirra Antony og skrifaði: „Slakaðu á. Manchester er blá.“

Doku hefur heillað mikið frá því hann kom til City frá Rennes fyrir 55,5 milljónir punda í sumar. Færsla hans er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United