fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Segir háværa sögu ganga um að Vanda hætti – Björn sem tapaði gegn Guðna sagður skoða framboð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. október 2023 21:30

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir háværar sögusagnir vera í gangi þess efnis að Vanda Sigurgeirsdóttir muni ekki gefa kost á sér aftur í formann KSÍ.

Kosið verður til formanns á ársþingi KSÍ eftir fjóra mánuði. Elvar sagði frá þessu í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag

433.is sendi fyrirspurn á Vöndu í september þar sem hún var spurð út í þessar sögur. „Mér finnst ekki tímabært að „kommenta“ á þetta núna, svona í byrjun september og þing í lok febrúar,“ segir Vanda í svari við fyrirspurn 433.is þess efnis.

Vanda hefur verið formaður KSÍ í rúm tvö ár en Elvar sagði frá því í þættinum eð Björn Einarsson, sem bauð sig fram til formanns árið 2017 gegn Guðna Bergssyni væri að skoða framboð.

Björn tapaði með naumindum í einvígi gegn Guðna en hann hefur í mörg ár verið formaður aðalstjórnar Víkings. Vildi hann gera starf formanns að hlutastarfi frekar en fullu starfi þegar hann bauð sig fram síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“