fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Varpa sprengju úr íslenska boltanum – Rúnar búinn að semja við Fram

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 08:21

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson hefur náð munnlegu samkomulagi um að gerast þjálfari Fram. Þetta kemur fram í Þungavigtinni.

Undir lok nýaftaðins tímabils í Bestu deild karla ákvað KR að framlengja ekki samninginn við Rúnar sem er goðsögn innan félagsins.

Jón Sveinsson var þjálfari Fram framan af síðustu leiktíð en Ragnar Sigurðsson tók svo við til bráðabirgða. Miðað við þessar fréttir verður Rúnar næsti þjálfari liðsins.

Fram hafnaði í tíunda sæti Bestu deildarinnar í ár, 2 stigum frá fallsvæðinu. Liðið var á sínu öðru tímabil í efstu deild eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni.

Rúnar hafði stýrt KR frá 2017 en var þar áður með liðið frá 2010-2014. Einnig hefur hann þjálfað Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi.

Rúnar stýrði KR í stjötta sæti Bestu deildarinnar í ár en hann hefur þrisvar gert liðið að Íslandsmeisturum, síðast 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Í gær

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Í gær

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir

Fékk ekki stöðuhækkun sem hún átti skilið – Var sagt að útlit hennar væri að skemma fyrir