fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Óvænt félag nú talið leiða kapphlaupið um Jadon Sancho

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 16. október 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að Jadon Sancho yfirgefi Manchester United í janúar eftir ósætti við stjórann Erik ten Hag. Miðað við nýjustu fréttir gæti Englendingurinn ungi endað á Ítalíu.

Sancho hefur ekki spilað með United síðan í ágúst eftir opinbert ósætti við Ten Hag. Hann hefur æft einn undanfarið og fær ekki að snúa aftur nema hann biðjist afsökunar á færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann svaraði hollenska stjóranum eftir ummæli hans í kjölfars taps gegn Arsenal.

Það er því útlit fyrir að Sancho haldi annað í janúar. Hafa félög eins og Barcelona og Dortmund verið nefnd til sögunnar.

Nú segir spænski miðillinn AS hins vegar að Juventus fylgist grannt með Sancho og að ítalski risinn leiði meira að segja kapphlaupið um hann. Yrðu það ansi áhugaverð félagaskipti.

Þó segja miðlar á Ítalíu að fyrsta val Sancho yrði að fara til Dortmund, en þaðan kom hann til United sumarið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir