Lionel Messi leikmaður Inter Miami í MLS deildinni virðist hafa ansi sterkar skoðanir á því hvað félagið gerir í leikmannamálum.
Skömmu eftir að Messi gekk í raðir félagsins ákvað félagið að sækja bæði Sergio Busquets og Jordi Alba sem eru miklir vinir Messi.
Þessir þrír upplifðu góða tíma saman hjá Barcelona og nú gæti fjórði leikmaðurinn komið úr þeim skóla.
Þannig segir í frétt Mundo Deportivo að Messi hafi átt samtal við Sergi Roberto, fyrirliða Barcelona að ganga í raðir félagsins.
Samningur Roberto rennur út næsta sumar og hefur hann einnig rætt málin við Alba og Busquets um hvernig lífið í MLS deildinni sé.
Inter Miami átti ekki gott tímabil en það varð betra með komu Messi og félaga, er félagið stórhuga fyrir næstu leiktíð.