fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

„Það var eins og ég hafi séð fyrir andlát pabba”

Fókus
Mánudaginn 16. október 2023 12:45

Vala Yates

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Vala Yates gefur út sína fyrstu plötu í lok árs, 23. nóvember 2023. Til að gefa smá forsmekk af því sem koma skal, mun hún gefa út lagið “I have to let you go” sem singúl, stakt lag, þann 26. október næstkomandi.

Platan er búin að vera lengi á leiðinni, ekki síst vegna þeirra erfiðleika sem herjað hafa á Völu síðustu árin. Sambandsslit, andlegt ofbeldi og kulnun – að ekki sé minnst á alheimsfaraldurinn sem hélt okkur í heljargreipum í nokkur ár. Vala hefur einnig upplifað fjölmörg áföll um ævina, það erfiðasta líklega að missa föður sinn í sjálfsvígi. Aðspurð hvort þessi áföll hafi ekki verið erfið, segir Vala.

„Auðvitað var þetta erfitt, og er það enn. En það er samt líka einhver dýpt sem maður öðlast á því að takast á svona erfiðleika. Einhver fegurð sem kemur út úr þessu, ef manni tekst að komast í gegn um þetta.” Þegar hún er spurð hvort þetta hafi haft áhrif á yrkisefni plötunnar segir hún svo vera. “Lögin eru samin út frá minni lífsreynslu. En ég vildi fókusera á einhverja fegurð samt. Þó ég semji um sorglega hluti, vil ég alltaf hafa fegurð og vonina undirliggjandi.”

Beðin um dæmi nefnir hún lagið „Sing you back to life” sem þegar er komið út á Spotify. „Það hefur merkilega sögu á bakvið sig. Textinn kom til mín, tilbúinn, út úr hugleiðslu. Textinn var saminn til pabba sem var þá á lífi. Ég vildi syngja það fyrir hann til að sýna honum hvað ég elskaði hann mikið, að ég vildi hjálpa honum að líða betur. Nokkrum vikum síðar tók hann líf sitt. Ég fann textann ári seinna og fékk sjokk þegar ég fattaði hvað textinn var þá orðinn bókstaflegur. Það var eins og ég hafi séð fyrir andlát pabba. Þá samdi ég lagið við textann. Þar sem ég gat aldrei sungið það fyrir pabba, hef ég alltaf vonað að lagið muni hjálpa öðrum sem eru á þessum dimma stað. Ég hef núna fengið staðfestingu frá nokkrum um að það hafi einmitt gert það. Það er auðvitað alveg ómetanlegt.”

Singúllinn „I have to let you go” fjallar um ástarsorg. Þegar maður er nýhættur í sambandi, elskar viðkomandi ennþá, en veit einhvers staðar að maður þarf að sleppa þeim.

Vala er spennt að deila plötunni loksins með heiminum. Hún hefur þegar gefið út þrjú lög af plötunni, sem finna má á spotify, “Sing you Back to Life” “Kveðju”, og “Hrísey”. Platan er vel unnin og inniheldur falleg lög sem saman mynda hlýja og einlæga heild. Yrkisefnið er allt frá ást yfir í sorg, en lögin hafa öll sitt hugljúfa yfirbragð. Fullkomin plata til að hlusta á í skammdeginu, kúra undir teppi við kertaljós, með tebolla í hendi.

Hægt er að “pre-save-a” bæði lagið og plötuna á Spotify, og taka þannig þátt í gjafaleik með fallegum gjöfum. Lögin birtast þá líka á Spotify um leið og þau koma út. Til að taka þátt í gjafaleiknum þarf að senda Völu skilaboð á Instagram.

Hlekkur á Spotify-síðu Völu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli