fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Alfreð grínaðist með endurkomu Gylfa og Arons – „Fleiri á mínum aldri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður tekur undir með liðsfélögum sínum í íslenska liðinu að þeir hafi harma að hefna frá tapinu gegn Lúxemborg ytra í leiknum gegn þeim hér heima.

Ísland mætir Lúxemborg á föstudag og Liechtenstein þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram hér heima en fyrri leikur Íslands og Lúxemborg á heimavelli síðarnefnda liðsins lauk með 3-1 tapi.

„Leikurinn leggst vel í mig. Þetta er heimaleikur og ég held það sé mikilvægast í öllum undankeppnum að vinna heimaleiki. Áður en undanriðillinn byrjaði reiknaði maður með þremur stigum í þessum leik en það hljómar alltaf voða auðvelt og fínt en við þurfum að fara þarna út og gera þetta fagmannlega. Miðað við síðasta leik við þá vitum við að þetta verður erfitt. Þetta er fínt fótboltalið þeir hafa sýnt það og eru með tíu stig í riðlinum,“ segir Alfreð við 433.is í aðdraganda leiksins.

video
play-sharp-fill

„Við viljum sýna að þetta var bara einn slæmur leikur hjá okkur. Þeir unnu hann verðskuldað, það er ekki hægt að segja annað. Við getum rætt endalaust um þann leik, hvað fór úrskeiðis og hvað hefði átt að fara betur. Nú er okkar tækifæri til að sýna það á vellinum og það þurfum við að gera.“

Gylfi Þór Sigurðsson er snúinn aftur á völlinn eftir langa fjarveru og þá er Aron Einar Gunnarsson snúinn aftur eftir meiðsli.

„Það er geggjað. Það eru komnir fleiri á mínum aldri inn og það er jákvætt. Ég held það viti allir Íslendingar hvað þeir koma með inn í liðið. Þó þeir séu búnir að vera lengi frá þá taparðu ekkert gæðunum þínum. Ég held það sé ekki spurning að það muni nýtast liðinu vel á sitt hvorum enda vallarins.“

Eftir erfitt tap gegn Lúxemborg vann Ísland 1-0 sigur á Bosníu nokkrum dögum síðar þar sem Alfreð skoraði sigurmarkið. Sá sigur gefur liðinu kraft inn í komandi verkefni.

„Við fengum aftur tilfinninguna að vinna heimaleik. Maður þurfti að leita ansi langt aftur í tímann til þess. Þetta var gríðarlegur léttir, enda var þessi leikur á móti Lúxemborg svolítið þungur fyrir okkur og þjóðina alla. Ég held við höfum þurft á því að halda að vinna fótboltaleik. Það er alveg sama hvað maður gerir eða talar um, það kemur ekkert í staðinn fyrir sigurleiki í fótbolta. Það er okkar næring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
Hide picture