fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Sölvi gefur út bók um reynslu sína af slaufun og útskúfun

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 11:00

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er að senda frá sér nýja bók sem fjallar um reynslu hans af því að vera slaufað. Heitir bókin Skuggar – Saga falls, útskúfunar, upprisu og uppgjörs og í henni verður þessi örlagaríki tími í lífi Sölva gerður upp.

„Ósönn slúður­saga, þar sem hann var rang­lega bendlaður við sví­v­irðileg­an glæp, fór á flug á sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðlar hentu hana á lofti. Við tók hvirfil­byl­ur sam­fé­lagsum­ræðunn­ar sem jókst enn með til­kynn­ingu um að kon­ur hefðu kært Sölva til lög­reglu. Á einni viku fór hann frá hápunkti fer­ils síns yfir í að missa mann­orð sitt og lífsviður­væri. Fallið var hátt, Sölva var út­skúfað úr sam­fé­lag­inu og lagði á flótta út í lönd,“ segir í umsögn um bókina í tilkynningu um útgáfu bókarinnar á vef Sögu útgáfu.

Þar segir að það ferðalag hafi ekki síður verið inn á við en Sölvi hafi reynt að skilja hvað hefði gerst og brugðið í leiðinni ljósi á sína dýpstu skugga, myrkur og áföll.

„Annar maður hefur nú verið dæmdur fyrir þann glæp sem Sölvi var bendlaður við og lögregla hefur vísað frá öllum kærum á hendur honum. En var það helber tilviljun að einmitt nafn Sölva skildi fléttast inn í þessa harkalegu atburðarás, eða höfðu stórir brestir sem hann burðaðist með komið í bakið á honum? Sölvi leiðir lesandann með sér í þetta afdrifaríka ferðalag þar sem hann snýr öllum steinum við til að reyna að skilja hvernig þetta allt gat gerst, veltir samfélagsumræðunni fyrir sér og þætti fjölmiðla. Skuggar er uppgjör Sölva við sjálfan sig og samfélagið allt,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Kápa bókarinnar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins