fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn hættur með Breiðablik – Vildi hætta í desember en stjórnin vildi að það yrði strax

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 8. október 2023 16:15

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur með Breiðablik. Hann vildi hætta í desember en stjórn Breiðabliks vildi að hann myndi hætta strax.

Óskar var að klára sitt fjórða tímabil með Breiðablik en hann gerði liðið einu sinni að Íslandsmeisturum.

Mikið hefur gengið á hjá félaginu í sumar, liðið komst fyrst allra í riðlakeppni í Evrópu en undanfarnar vikur hefur stefnt í það að Óskar myndi hætta með Blika.

Yfirlýsing Breiðabliks:

Á mánudaginn síðasta óskaði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, eftir að láta af störfum um miðjan desember nk.

Eftir vandlega íhugun var það mat forsvarsmanna félagsins að hreinlegast væri að ganga frá þessum breytingum strax og lætur því Óskar Hrafn af störfum í dag.

Óskar Hrafn kom til Breiðabliks 2019 og hefur á sínum tíma náð frábærum árangri með liðið. Ber þar hæst Íslandsmeistaratitilinn 2022 og það að koma Breiðabliki í riðlakeppni í Evrópu fyrst íslenskra karlaliða.

Undir stjórn Óskars hefur liðið spilað 24 Evrópuleiki og með árangri sínum átt mestan þátt í því að tryggja íslenskum félagsliðum 4 Evrópusæti. Það hefur verið afar gaman fyrir stuðningsmenn Breiðabliks og aðra knattspyrnuáhugamenn að fylgjast með spilamennskunni, innanlands og utan, undir stjórn Óskars Hrafns

Með metnaði sínum og eldmóði hefur hann hvatt félagið til að gera enn betur í aðstöðu og aðbúnaði öllum og um leið hjálpað leikmönnum að nýta sína hæfileika og taka næstu skref hvort það er innan raða Breiðabliks eða á erlendri grundu.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Óskari Hrafni kærlega fyrir samstarfið og samvinnuna, honum fylgja okkar bestu kveðjur og óskir úr Smáranum um gott gengi í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur á komandi misserum og árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Í gær

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð