fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Íslendingar á meðal þeirra sem sofa hjá flestum – Danir koma á óvart

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. október 2023 19:00

Þessi djamma af krafti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver Íslendingur sefur hjá 13 manns yfir ævina að meðaltali. Það er það fjórða mesta í heiminum.

Þetta kemur fram í talnaefni lýðfræðivefsins World Population Review.

Meðaltal heimsins, eða þeirra landa sem talnaefnið nær yfir, eru 9 bólfélagar og eru Íslendingar því nokkuð mikið yfir því.

Almennt séð eiga íbúar í vestrænum ríkjum fleiri bólfélaga yfir ævina en íbúar í þróunarríkjum. Kemur því nokkuð á óvart að Tyrkir trjóna á toppi listans með 14,5 bólfélaga. Þar á eftir koma Ástralar með 13,3 og Nýsjálendingar með 13,2.

Þá vekur nokkra athygli að Danir eiga langfæsta bólfélaga á Norðurlöndunum, 9,3. Finnar eiga 12,4 bólfélaga, Norðmenn 12,1 og Svíar 11,8.

Frakkar og Þjóðverjar undir meðaltali

Á meðal annarra þjóða sem eru yfir meðaltali eru Suður Afríkumenn (12,5), Ítalir (11,8), Bandaríkjamenn (10,7), Tælendingar (10,6), Japanir (10,2) og Bretar (9,8).

Rússar, Brasilíumenn og Mexíkóar eru akkúrat í meðaltalinu. En undir því eru meðal annars Frakkar (8,1), Hollendingar (7), Spánverjar (6,1), Pólverjar (6) og Þjóðverjar (5,8).

Indverjar eru á botninum með aðeins 3 bólfélaga yfir ævina. Kínverjar eru ekki langt á eftir með 3,1 en þetta eru einmitt tvær langfjölmennustu þjóðir heimsins. En í löndum eins og Indlandi eru mjög ströng félagsleg gildi um að fólk stundi ekki kynlíf fyrir hjónaband.

3 hin fullkomna tala

Þó að mörgum finnist 3 kannski vera ansi lítið þá er það reyndar hin fullkomna tala, að minnsta kosti samkvæmt breskri rannsókn frá árinu 2016. Var hún unnin af vísindamönnum við Nottingham, Bristol og Swanseaháskóla og birt í tímaritinu Journal of Sex Research.

Sjá einnig:

Hver er æskilegur fjöldi bólfélaga?

„Væntanlegur maki sem hefur umfangsmikla kynferðislega fortíð er tölfræðilega slæmur kostur sem tryggur langtímamaki,“ sagði Steve Stewart-Williams, doktor við Nottingham háskóla eins og DV greindi frá á sínum tíma.

Í rannsókninni kom meðal annars fram að konum finnist karlmenn síður aðlaðandi sem hafa sofið hjá 6 einstaklingum eða fleirum. 3 væri ákjósanlegur fjöldi hjá báðum kynjum. Meðalfjöldi bólfélaga hjá þátttakendum var hins vegar nokkuð hærri, það er 5,8  hjá konum og 8,4 hjá körlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Í gær

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR