fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Telur að bærinn verði að bregðast við í ljósi stöðunnar – „Heyrt sögur af því að það sé íþróttafólk sem getur ekki búið þarna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita nú er Vestri á Ísafirði kominn upp í Bestu deild karla að ári. Aðstöðumál fyrir vestan eru hins vegar ekki upp á tíu og kalla margir eftir að bætt verði úr þeim hið snarasta.

Vestri vann Aftureldingu í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar á laugardag og tryggði sér þar með sæti í efstu deild.

Aðstaða liðsins yfir veturinn er bág og það því oftar lengur í gang á vorin en önnur lið. Gras er á aðalvelli liðsins og hann því aðeins nothæfur yfir sumartímann. Margir hafa kallað eftir því að leggja þar nú gervigras.

video
play-sharp-fill

„Ég þekki pólitíkina á Ísafirði ekki nógu mikið en mér þætti rosalega óeðlilegt ef þeir gera ekki neitt. Þeir verða að gera eitthvað,“ segir Valur Gunnarsson í Lengjudeildarmörkunum á 433.is.

„Maður hefur heyrt sögur af því að það sé íþróttafólk sem getur ekki búið þarna vegna aðstöðuleysis.“

Nú þegar Vestri er kominn í Bestu deildina telur Valur að kjörið sé að pressa á bæinn að leggja gervigras á aðalvöllinn.

„Það er um að gera að hamra járnið á meðan það er heitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl
Hide picture