Lokaþáttur sumarsins af Lengjudeildarmörkunum er á dagskrá í kvöld.
Í þættinum verður úrslitaleikur umspilsins á milli Aftureldingar og Vestra gerður upp.
Helgi Fannar Sigurðsson stýrir þættinum að vanda en Valur Gunnarsson leysir Hrafnkel Frey Ágústsson af hólmi sem sérfræðingur í þetta sinn.
Þáttinn má sjá hér að neðan.