Harry Kane kostaði ekki 104 milljónir punda í sumar en frá þessu greinir stjórnarformaður Bayern Munchen, Herbert Hainer.
Talið var að Bayern hefði borgað 104 milljónir fyrir Kane sem er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.
Hainer segir þó að Bayern hafi borgað töluvert lægri upphæð en hún getur hækkað á næstu árum ef félagið vinnur ákveðna titla.
,,Harry Kane kostaði ekki meira en 100 milljónir nema við vinnum þetta og hitt á næstu tímabilum,“ sagði Hainer.
,,Ef við tökum bónusana burt þá erum við vel undir þeirri upphæð.“
Hainer virðist þar staðfest að upphæðin gæti endað í um 100 milljónum en hversu lengi Kane spilar með Bayern verður að koma í ljós.